Leita í fréttum mbl.is

Frumsýning og veðurstofan spáir sól!

Upp er runninn frumsýningardagur, ákaflega skýr og fagur!

Í dag klukkan 14:00 ætlum við að frumsýna nýjasta stykkið okkar, Rauðhettu. Frumsýnt er í Elliðaárdalnum í Reykjavík og eru allir velkomnir.

Snæbjörn Ragnarsson skrifaði verkið en í því hefur hann blandað saman ævintýrunum um Rauðhettu og úlfinn, Hans og Grétu og grísina þrjá. Þá samdi hann ásamt Baldri bróður sínum og Gunnari nokkrum Ben 9 ný lög fyrir verkið, hvert öðru skemmtilegra. Úr þessu öllu verður um klukkutímalöng ævintýrasúpa sem allir ættu að gæða sér á.

Til að komast inní dalinn er Rafstöðvarvegur keyrður alveg upp að félagsheimilinu ofarlega í brekkunni, þar er lagt og gengið inní ævintýraskóginn í um það bil 3 mínútur þar til komið er að Indíánagili. Þar er fer sýningin fram og þar er einnig miðasalan okkar. Miðaverð er það sama og síðustu ár, 1.500 kr fyrir fullorðna og 1.000 kr fyrir börn. Við erum með posa á staðnum en það væri gott ef sem flestir gætu verið með pening þar sem posinn vill láta standa á sér og lengir það röðina talsvert.

Jeij, gaman gaman. Sjáumst í sólinni!

Frekari upplýsingar eru á www.leikhopurinnlotta.is - http://www.facebook.com/home.php#/pages/Reykjavik-Iceland/Leikhopurinn-Lotta/56939579991?ref=ts og í síma 770-0403.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta er 3 ára og í sumar munum við ferðast til enn fleiri staða með sýninguna okkar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband