Leita í fréttum mbl.is

Ísafjörður í dag, Bolungarvík á morgun

Brjáluð stemming í Lottu, Við erum búin að sýna 6 sýningar í hringferðinni okkar, við erum búin að heimsækja Borgarnes, Grundarfjörður, Ólafsvík, Stykkishólmur, Patriksfjörður og Bíldudal þar sem við  sýndum í smá hagléli sem endaði nú reyndar í sólskini. Og grenjandi rigningu var í Borgarnesi en sýningin var mjög góð.

Úlfurinn hann Baldur hefur einnig verði mjög duglegur að spila á tónleikum en hann er meðlimur í Ljótu Hálvitunum og skelltum við okkur á tónleika með þeim eftir sýningu á Ólafsvík þar sem þeir voru einnig að spila. Tónleikarnir voru einstaklega skemmtilegir og þökkum við kærlega fyrir okkur kæru Hálvitar.   

í dag verðum við á Ísafirði og sýnum á sjúkrahústúninu.

Og morgun á Bolungarvík á Hátíðarsvæðinu við grunnskólann. Báðar sýningarnar hefjast kl 18:00.

Svo er stefnan tekin á Akureyri og verðum við þar að fagna þjóðhátíðardeginum, og sýnum 2svar þann dag kl 12:00 og 17:00.

Eftir að við höfum fagnað fullveldinu höldum við í heimabæ Baldurs og Bibba en það er hin eina og sanna Húsavík.

Bibbi er bróðir hans Baldur og er einnig Ljótur Hálviti en hann skrifaði einnig Rauðhettu.

 

Vonum til að hitta sem flesta. 

Nánari upplýsingar á Heimasíðunni okkar HÉR og í síma 770-0403

Kær Kveðja

Addi Grís og Veiðimaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort er fyrri sýningin á Akureyri kl. 12 eða 13.  Það er auglýst kl. 13 en þið talið um kl. 12 á blogginu??

Ingibjörg Harpa (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta er 3 ára og í sumar munum við ferðast til enn fleiri staða með sýninguna okkar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 3173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband