Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Æfingum formlega lokið

Jæja þá er æfingum á Rauðhettu formlega lokið. Framundan er generalprufan á morgun og síðan frumsýningin á sunnudaginn.

Denni vinur okkar kom á rennsli áðan og gaf okkur góð ráð. Við þykjumst núna vera nokkuð tilbúin til að sýna hverjum sem vill okkar útfærslu af Rauðhettu.

Veðurspáin heldur áfram að stríða okkur. Núna lítur út fyrir mikla rigningu á frumsýningunni en síðast í morgun átti ekki að vera nema smá úði. Ætli við fáum ekki bara sól og skemmtileg heit á laugardaginn.

Einhverjir hafa verið að spyrja að því hvar hægt sé að kaupa miða og því er best að segja frá því hér að það er algjör óþarfi að panta miða fyrirfram. Það nægir bara að mæta í dalinn til okkar og kaupa miða á staðnum.

Verðið er óbreytt frá fyrri árum 1.500 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir börn.

Frumsýningin hefst klukkan 14:00 og er í Indíánagili í Elliðaárdal. Til að komast þangað er Rafstöðvarvegur keyrður alveg upp að félagsheilmilinu sem er ofarlega í brekkunni. Þaðan er gengið í um 3 mínútur inn í dalinn og þá komið þið að lautinni þar sem við sýnum.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á laugardaginn, hvernig sem veðrið verður.

kveðja

Anna Begga

p.s. fylgist með okkur á facebook. Við drögum út tvo heppna aðdáendur á hverjum þriðjudegi í sumar sem geta unnið miða á sýninguna eða geisladisk með leikritinu. Slóðin er http://www.facebook.com/home.php#/pages/Reykjavik-Iceland/Leikhopurinn-Lotta/56939579991?ref=ts


Leikhópurinn Lotta

Jæja, núna er komið að því að leikhópurinn lotta ætlar að blogga. Hér munu verða allskonar ritsmíðar og skemmtilegar ferðasögur. Vonandi hittum við ykkur sem flest í sumar. 

Það styttist nú óðfluga í frumsýningu hjá okkur og tilhlökkunin í hópnum er gífurleg,  2 dagar í frumsýningu .

Verð að hætta núna, verða að drífa mig á æfingu. 

Sjáumst. 

Kv Addi

Hér er sýningarplan sumarsins.


« Fyrri síða

Höfundur

Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta er 3 ára og í sumar munum við ferðast til enn fleiri staða með sýninguna okkar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 3173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband